Helena Sverrisdóttir og Good Angels Kosice máttu í gær þola erfitt tap í undanúrslitum meistaradeildar kvenna er liðið lá 68-56 gegn tyrkneska liðinu Fenerbache. Það verða því Fenerbache og UMMC Ekaterinburg sem leika til úrslita um titilinn þetta árið.
 
Bourges Basket og Good Angels leika um bronsið á sunnudag og strax á eftir bronsleiknum fer fram úrslitaviðureign UMMC Ekaterinburg og Fenerbache þar sem flestir búast við öruggum sigri heimakvenna í Ekaterinburg en lokamótið fer fram í heimaborg liðsins í Rússlandi.
 
Helena lék í 13 mínútur gegn Fenerbache og skoraði 5 stig og tók 3 fráköst.