Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels halda á næstunni til Ekaterinburg í Rússlandi þar sem úrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Good Angels leika þrjá leiki á jafn mörgum dögum eða 18.-20. mars.
 
Á meðal andstæðinga Good Angels þessa þrjá fyrstu keppnisdaga eru Galatasaray, UMMC Ekaterinburg og CCC Polkowice. Þess má m.a. geta að hin geysisterka Diana Taurasi leikur með Ekaterinburg og verður forvitnilegt fyrir Good Angels að hemja þennan sterka leikmann sem gert hefur 16,8 stig og teki 4,3 fráköst að meðaltali í leik í meistaradeildinni í vetur.
 
Hér að neðan má sjá fyrstu umferðina hjá Good Angels í Ekaterinburg:
 
18. mars
Good Angels – Galatasaray
 
19. mars
Good Angels – UMMC Ekaterinburg
 
20. mars
Good Angels – CCC Polkowice