Jón Hrafn Baldvinsson fyrirliði KFÍ er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun KKÍ að fresta leik KFÍ og Grindavíkur sem fara átti fram í gær á Ísafirði, en Grindvíkingar komu ekki vestur vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Ísafjarðar. Þetta kemur fram á vef BB.is
 
„Þetta er mjög pirrandi. Við leggjum gríðarlega mikla vinnu á okkur til að komast í alla leiki og ef það eru helmingslíkur á að ekki verði flogið þá keyrum við leikinn,“ segir Jón Hrafn og tekur sem dæmi leik liðsins gegn Snæfell í Stykkishólmi í vetur. „Þá var veðurspáin mjög slæm og því lögðum við af stað keyrandi daginn fyrir leik. Það hefði vel verið hægt að keyra í gær og því er það óþolandi að liðin komi sér ekki vestur keyrandi,“ segir Jón Hrafn.
 
 
Mynd úr safni/ Hjalti Árnason: Jón Hrafn með KFÍ í leik gegn Tindastól