Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt. Miami Heat sóttu sigur í Madison Square Garden er þeir heimsóttu Carmelo Anthony og félaga í New York Knicks. Oklahoma hafði nauman sigur á LA Clippers og enn naumari sigur höfðu LA Lakers á Atlanta Hawks.
New York 93-99 Miami
LeBron James gerði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Miami. Dwyane Wade lét sitt ekki heldur eftir liggja með 20 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Knicks var Carmelo Anthony með 32 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Sigurinn var sá fjórtándi í röðinni hjá Miami.
Oklahoma 108-104 LA Clippers
Kevin Durant gerði 35 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir Oklahoma. Hjá LA Clippers var Chris Paul atkvæðamestur með 26 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Það var Russell Westbrook sem steig upp þegar mest á reyndi og skoraði 10 af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu fimm mínútunum.
LA Lakers 99-98 Atlanta
Kobe Bryant var hetja Lakers í nótt með sigurstigin en alls urðu stigin hjá kappanum 34 þennan leikinn að viðbættum 10 stoðsendingum og tveimur fráköstum. Hjá Atlanta var Al Horford með 24 stig og 5 fráköst. Kobe gerði sigurstigin þegar 9 sekúndur voru til leiksloka. Atlantamenn fóru illa með lokasóknina og grýttu boltanum upp í hendur heimamanna sem létu leiktímann renna út.
Topp 10 tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
1:00 PM ET
MIA
99
NYK
93
23 | 22 | 28 | 26 |
|
|
|
|
22 | 37 | 18 | 16 |
99 |
93 |
MIA | NYK | |||
---|---|---|---|---|
P | James | 29 | Anthony | 32 |
R | James | 11 | Smith | 12 |
A | Wade | 8 | Kidd | 6 |