Ársþing KKÍ er í fullum gangi þessa stundina og fyrir skemmstu var svo kölluð 4+1 regla samþykkt með naumum mun atkvæða. Þýðir þetta fækkun erlendra leikmanna í efstu deild karla á næsta tímabili en einungis má einn erlendur leikmaður spila inn á vellinum hverju sinni.

Það er því ljóst að íslenskir leikmenn verða í aðalhlutverki á næsta tímabili þar sem tækifærin fyrir þá aukast til muna með auknum spilatíma.