Blikar komu tómhentir til Egilsstaða í síðustu viku er þeir lágu 85-83 gegn heimamönnum í Hetti. Blikar léku í svörtum útibúningum Hattar þar sem þeirra búningataska ákvað að koma ekki með í ferðalagið þetta skiptið.
 
Blikar eru fjarri því fyrsta liðið á þessu tímabili til þess að lenda í þessari vandræðalegu uppákomu. Mögulega er það bíræfin viðskiptahugmynd að lið úti á landi eins og KFÍ, Tindastóll, Þór Akureyri og Höttur taki sig til og stofni búningaleigu heima í héraði, það virðist geta gefið vel að leigja þá út.
 
Þá má hér líta umfjöllun um spennuslag Hattar og Breiðabliks síðastliðinn fimmtudag en hana skrifaði Gunnar Gunnarsson sem einnig á meðfylgjandi mynd.