Deildarkeppninni í sænsku úrvalsdeildinni er lokið. Úrslitakeppnin hefst þann 15. mars næstkomandi þar sem deildarmeistarar Sundsvall Dragons hefja leik gegn 08 Stockholm í fyrstu umferðinni. Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins mæta Boras Baskte í fyrstu umferðinni.
 
Lokaumferð deildarinnar fór fram síðastliðinn föstudag þar sem Sundsvall Dragons lögðu Norrköping Dolphins 85-93 á útivelli. Pavel Ermolinskij var stigahæstur í liði Norrköping með 19 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru báðir með 14 stig í liði Sundsvall. Hlynur auk þess með 8 fráköst og 3 stoðsendingar og Jakob með 4 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Þar sem Sundsvall varð deildarmeistari á dögunum halda þeir heimaleikjaréttinum sín megi svo fremi þeir séu á lífi í úrslitakeppninni. Liðið vann 27 leiki af 33 í deildinni en Norrköping höfnuðu í 4. sæti með 21 sigurleik og 12 tapleiki.
 
Svona lítur úrslitakeppnin út:
 
Sundsvall Dragons – 08 Stockholm
Norrköping Dolphins – Boras Basket
Uppsala Basket – LF Basket
Södertalje Kings – Solna Vikings
 
Úrslitakeppnin hefst 15. mars með 8-liða úrslitum, undanúrslitin hefjast 2. apríl og sjálft úrslitaeinvígið hefst 18. apríl.
 
Lokastaðan í deildinni
Grundserien
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma +/- i rad Borta +/- i rad JM
1. Dragons 33 27 6 54 3003/2703 91.0/81.9 15/2 12/4 94.4/82.8 87.4/80.9 3/2 7/3 +1 -1 +1 6/2
2. Uppsala 33 25 8 50 2761/2438 83.7/73.9 14/3 11/5 84.0/71.2 83.3/76.8 4/1 8/2 +4 +11 +1 5/3
3. Kings 33 24 9 48 2734/2433 82.8/73.7 14/3 10/6 86.1/76.8 79.4/70.5 3/2 7/3 +2 +3 +1 5/4
4. Dolphins 33 21 12 42 2714/2577 82.2/78.1 11/6 10/6 82.5/78.8 82.0/77.3 2/3 6/4 -1 -1 +1 6/5
5. Borås 33 21 12 42 3141/3030 95.2/91.8 14/3 7/9 96.2/88.2 94.1/95.6 1/4 5/5 -3 -1 -3 7/4
6. Vikings 33 20 13