Darri Hilmarsson var kjörinn körfuboltamaður HSK á Héraðsþingi HSK sem haldið var í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum á laugardaginn. Thorkarfa.com greinir frá.
 
Á heimasíðu Þórs segir einnig:
 
Darri er vel að verðlaunum kominn enda hefur hann verið lykilmaður í liði Þórsara á tímabilinu. Við óskum Darra til hamingju með þessa flottu viðurkenningu og óskum honum um leið góðs bata á þeim meiðslum sem hann glímir við og er það ljóst að hans á eftir að vera sárt saknað í þeim leikjum sem eftir eru hjá Þórsurum.