Hinn árlegi Boladagur (#Boladagur) hófst í kvöld á Twitter. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar uppákomu þá keppast Íslendingar á Twitter við það að fá endurtíst (Retweet) frá frægum útlendingum en það voru þeir Henry Birgir Gunnarsson og Daníel Rúnarsson sem gangsettu Boladag 2013 á Sportrásinni hjá Dodda litla.
 
Við látum þá félaga um að útskýra þennan magnaða dag nánar en þið grípið í samtal þeirra kappa á Sportrásinni hér á 136. mínútu Sportrásarinnar í kvöld.
 
Mynd/ Rúnar Ingi Erlingsson leikmaður Vals í 1. deild karla átti sterkt tíst til útlanda í von um endurtíst frá Jason Kidd og ekki var það nú síðra sem Pavel Ermolinskij bauð uppá hér fyrir nokkrum mínútum.