Karfan.is náði rétt í þessu á formann KKD KR, Böðvar Guðjónsson, og hann tjáði okkur að Finnur Freyr Stefánsson, sem einnig er þjálfari kvennaliðs KR, muni taka við daglegri þjálfun liðsins og stjórnun í leikjum. Gunnar Sverrisson aðstoðarþjálfari liðsins var látinn fara um helgina.
 
,,Finnur Freyr tekur við daglegri þjálfun og stjórnun í leikjum og með því erum við að létta af Helga. Hann getur þá einbeitt sér að því að æfa og spila körfubolta. Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari Helga og því eðlilegt að hann stígi frá á sama tíma og Finnur komi inn með sínar áherslur,” sagði Böðvar og kvað gengi liðsins ekki í takt við það sem fólk á að venjast í vesturbænum.
 
,,Því var nauðsynlegt að setja inn nýjan mann með breyttar áherslur sem vonandi skila sér í betra gengi liðsins”.