Fáir ef nokkrir standa NBA stjörnum á sporði þegar þarf að auglýsa hina og þessa hluti. Ekki nóg með að leikmennirnir leiki í deild sem er með allt sem tengist fjölmiðlun um á tíu í einkunn þá eru stórstjörnur eins og Blake Griffin vinsælar þegar kemur að því að auglýsa varning. Hér að neðan fer aðeins brot af því sem Griffin hefur auglýst á sínum tiltölulega stutta en glæsilega ferli í NBA.