Nú er hálfleikur í viðureign Keflavíkur og Fjölnis í lokaumferð Domino´s deildar kvenna. Fyrir leikinn í kvöld átti Birna Valgarðsdóttir kost á því að verða stigahæsti leikmaður kvenna í deildarkeppni úrvalsdeildar og tókst henni að bæta metið strax í fyrri hálfleik.
 
Keflavík og Fjölnir eru jöfn í hálfleik 50-50 og hefur Birna þegar gert 18 stig í leiknum! Það þýðir að Birna er komin í 5002 stig og getur enn bætt við metið og er sá leikmaður sem skorað hefur flest stig í íslensku úrvalsdeildinni í deildarkeppni.
 
Til hamingju Birna!
  
Mynd:skuli@karfan.is   Birna og Anna María stigahæstu leikmenn frá upphafi.