Um helgina fara bikarúrslit yngri flokka fram í Ásgarði í Garðabæ. Sport TV mun sýna beint frá öllum leikjunum sem svo að sjálfsögðu verða í beinni tölfræðilýsingu hjá kki.is
Um er að ræða fimm leiki á laugardag og fjóra á sunnudag og hefjast báðir keppnisdagarnir kl. 10:00. Fyrsta viðureign helgarinnar er slagur Njarðvíkur og KR í 9. flokki karla kl. 10:00 á morgun, laugardag.
Leikir helgarinnar:
Laugardagur 9. mars
9. flokkur karla – 10:00: Njarðvík-KR
10. flokkur kvenna – 12:00: Keflavík-Haukar
11. flokkur karla – 14:00: Grindavík-Njarðvík
Unglingaflokkur kvenna – 16:00: Njarðvík-Keflavík
Unglingaflokkur karla – 18:00: Njarðvík-Þór Þorlákshöfn/Hamar
Sunnudagur 10. mars
9. flokkur kvenna – 10:00: Keflavík-Njarðvík
10. flokkur karla – 12:00: Breiðablik-Njarðvík
Stúlknaflokkur – 14:00: Haukar-Keflavík
Drengjaflokkur – 16:00: Grindavík eða Stjarnan – KR
(Grindavík og Stjarnan mætast í Röstinni í kvöld)
