Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs var að vonum súr í broti þegar Þór Þorlákshöfn féll úr leik í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar í kvöld. Kapparnir á Sport.is ræddu nokkuð ítarlega við Benedikt eftir leik sem sagði að KR væri klárlega lið sem gæti farið alla leið þetta árið. Þá sagðist hann aðspurður ekki vera farinn að hugsa um neinar breytingar á þessum tímapunkti.