Næsta föstudag verður risavaxinn leikur millum Fjölnis og ÍR í Domino´s deild karla. Ráðlegt að mæta í Dalhús vel fyrir leik og koma sér fyrir þegar tvö lið sem berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni leiða saman hesta sína í slag sem gæti ráðið úrslitum þessa vertíðina.
 
ÍR-ingar skunduðu fram á sviðið í dag með ,,pepp-myndbandi” fyrir föstudaginn og Fjölnismenn voru ekki lengi að draga fram sitt eigið. Sjá bæði myndböndin hér fyrir neðan.
 
Myndband ÍR-inga sem birtist fyrr í dag:
 
Myndband Fjölnismanna sem var að detta í hús: