Það er komið að því aftur, árgangamót ÍR í körfubolta. Undanfarin 2 ár hefur mótið heppnast mjög vel og er mikil eftirvænting fyrir mótinu í ár. Árgangur 1974 eru að stefna á að sigra mótið þriðja árið í röð og þar með að hirða dolluna góðu til eignar. 
 
Mótið verður haldið laugardaginn 23.mars í Seljaskóla og verður með svipuðu sniði og áður. Allir árgangar frá 1900-1993 hafa keppnisrétt. Ef að árgangur er ekki að ná saman liði þá verður hann sameinaður við árgang fyrir ofan sig eða neðan sig eftir því sem hentar.
 
Kostnaður fyrir hvern keppenda er 2500 kr. og innifalið í því er keppnisgjald, aðgangur að kvöldskemmtun.
 
Skráning á irkorfubolti@gmail.com 
skráningin þarf að innihalda nafn leikmanns og fæðingaár
 
Um kvöldið verður svo lokahóf árgangamótsins þar sem að krýndur verður leikmaður mótsins, 3-stiga meistari árganganna, og svo auðvitað besti árgangur ÍR auk annarra skemmtiatriða. Lokahófið verður haldið í Seljaskóla og hefst sú skemmtun kl.20 einnig verður lokahóf meistaraflokks þetta kvöld.
 
Aðgangseyrir : 1.000 kr. á kvöldskemmtun. 
 
 
Trailer fyrir árgangamótið: