Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson og félagar í franska NM1 liðinu Angers BC 49 unnu um helgina öruggan 85-60 sigur á Rennes.
 
Logi var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en lék engu að síður í 23 mínútur í leiknum og skoraði 7 stig og gaf 2 stoðsendingar.
 
Angers færðust með sigrinum upp í 12. sæti deildarinnar þar sem liðið hefur nú 8 sigra og 13 tapleiki.