Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir er 25 ára í dag en hún leikur eins og kunnugt er með Good Angels Kosice í Slóvakíu. Það er í mörg horn að líta hjá Helenu þessi dægrin þar sem lið hennar tekur þátt í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Rússlandi á næstu dögum.
 
Karfan.is sendir Helenu innilegar afmæliskveðjur.
 
Þá á Anthony Davis einnig afmæli og er tvítugur en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu síðasta af New Orleans Hornets. Jaxlinn Elton Brand er svo 34 ára og var valinn inn í NBA deildina árið 1999 og þá sem fyrsti valkostur hjá Chicago Bulls.
 
Fræga fólkið á líka afmæli, prakkarinn Johnny Knoxville er 42 ára gamall og knattspyrnumaðurinn Didier Drogba er 35 ára.