Í nótt fóru fram 11 leikir í NBA deildinni og þrátt fyrir þennan aragrúa af leikjum beindust eflaust flestra augu að viðureign Boston Celtics og Miami Heat. LeBron James hafði aldrei unnið leik í Boston með Miami fyrir leikinn í nótt en það átti eftir að breytast.
Ekki nóg með að Miami hafi unnið leikinn 103-105 á útivelli þá var enginn betri en LeBron James í leiknum sem skoraði 37 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Í eftirrétt fékk hann sér svo tvo stolna bolta og tvö varin skot. LeBron James gerði sigurstigin úr stökkskoti í teignum þegar um tíu sekúndur lifðu leiks og þar með var tuttugasti og þriðji sigur Miami í röð staðreynd! Þá batt Heat enda á 11 leikja sigurgöngu Boston á heimavelli. Stigahæstur í heimaliði Boston var svo Jeff Green með stórleik, 43 stig og 7 fráköst.
Tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:00 PM ET
POR
100
PHI
101
28 | 22 | 22 | 28 |
|
|
|
|
32 | 26 | 20 | 23 |
100 |
101 |
POR | PHI | |||
---|---|---|---|---|
P | Aldridge | 32 | Holiday | 27 |
R | Aldridge | 14 | Hawes | 13 |
A | Lillard | 7 | Wilkins | 6 |