Skallagrímsmaðurinn Carlos Medlock er Gatorade-leikmaður fjórtándu umferðar í Domino´s deild karla. Í fjórtándu umferð fór Medlock á kostum í mikilvægum 85-83 sigri Skallagríms gegn Fjölni.
 
Medlock gerði 40 af 85 stigum Skallagríms í leiknum en hann var einnig með 4 fráköst. Medlock er annar Skallagrímsmaðurinn sem verður Gatorade-leikmaður umferðarinnar en Páll Axel Vilbergsson var Gatorade-leikmaður fyrstu umferðar.