Magnús Þór ,,ég get hitnað svo svakalega” Gunnarsson er Gatorade-leikmaður tólftu umferðar hjá okkur á Karfan.is. Sem fyrr eru það fréttaritarar og ljósmyndarar Karfan.is sem sjá um kjörið og MG10 komst inn á radarinn hjá okkar fólki eftir dúndrandi frammistöðu í Röstinni í elleftu umferð.
 
Keflvíkingar urðu s.s. fyrstir þetta tímabilið til að vinna Grindavík í Röstinni í deildarleik, lokatölur 98-106 fyrir Keflavík. Magnús Þór bombaði 27 stigum yfir gula, 7 af 12 í þristum og hélt sínum mönnum svo sannarlega við efnið.
 
Keflvíkingar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð og mæta KR í vesturbænum í næstu umferð þar sem Keflvíkingar eiga harma að hefna!