Kristófer Acox er Gatorade-leikmaður 11. umferðar í Domino´s deild karla. Kristófer var ekki aðeins að gleðja augað þessa umferðina þegar KR skellti KFÍ heldur steig hann vart feilspor í leiknum.
 
Kappinn var 9/9 í teignum og 3/3 í vítum, 9 fráköst og einn stolinn bolti. Nákvæmlega ekkert að því að koma svona inn af bekknum enda var kappinn sáttur þegar við skutluðum í hann svellköldum kassa af Gatorade.