Damier Pitts var ekki búinn að vera lengi á landinu þegar hann bauð upp á frammistöðu sem heillaði fréttaritara og ljósmyndara Karfan.is. Pitts fór mikinn í naumu tapi KFÍ gegn ÍR í áttundu umferð og varð fyrir vikið útnefndur Gatorade-leikmaður áttundu umferðar.
 
 
ÍR sótti rándýran sigur á Ísafjörð en Pitts var þar potturinn og pannan í sóknaraðgerðum KFÍ þar sem hann gerði 37 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
 
Pitts verður í eldlínunni í kvöld þegar nýliðar KFÍ mæta meisturum Grindavíkur í Röstinni í Grindavík.