Seint koma sumir en koma þó, við mjötlum þetta áfram og erum vissulega aðeins á eftir með Gatorade-leikmann sjöundu umferðar en hann er þó engu að síður KR-ingurinn Martin Hermannsson. Martin fór mikinn í Reykjavíkurslag ÍR og KR í sjöundu umferð þar sem KR hafði spennusigur í Hertz Hellinum í Breiðholti.
 
Martin var stigahæstur KR-inga í leiknum með 29 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í leik sem KR vann 74-79. Það eru ljósmyndarar og fréttaritarar Karfan.is sem velja Gatorade-leikmann hverrar umferðar og skammt að bíða þess að Gatorade-leikmaður áttundu umferðar verði kynntur til sögunnar og þá verðum við komin á par.
 
Martin var að sjálfsögðu himinlifandi þegar Karfan.is færði honum hrollkaldan kassa af Gatorade og vippaði stykkinu upp á ,,bí-seppan.”