Skagamaðurinn Vésteinn Sveinsson er að gera gott mót með Ashford University í NAIA háskóladeildinni í Bandaríkjunum. Vésteinn var stigahæsti leikmaður liðsins í nótt þegar Ashford hafði 67-76 sigur á erkifjendum sínum í St. Ambrose.
 
Vésteinn var einnig með 8 fráköst og tvær stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann lék í leiknum. Vésteinn hefur átt góðu gengi að fagna í þessum tíu leikjum með Ashford þetta tímabilið með 11,1 stig, 4,5 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann spilar að jafnaði næstum 31 mínútu.
 
Ashford hefur leikið tíu leiki þetta tímabilið, unnið 7 en tapað 3. Næsti leikur er á fimmtudagskvöld þegar Ashford tekur á móti AIB College of Business.
 
Oliver Drake þjálfari Ashford sagði um Véstein eftir leikinn: “Tonight was a big moment and he deserves this,” Drake said about Sveinsson.  “It’s a product of doing things the right way, day-in and day-out.  He works hard every day and is a great person with high character.”