Njarðvík og Valur mættust í kvöld í Ljónagryfjunni í seinasta leik 7. umferðar. Fyrir leikinn var Njarðvík með 4 stig og Valur 8 stig þannig mikið var undir hjá Njarðvík í þessum leik að missa toppliðin ekki of langt á undan sér.
 
Njarðvík byrjaði mun betur og komust í 5-0 á skömmum tíma áður en Kristrún braut ísinn fyrir Val. Njarðvík hafði yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn en Valsstúlkur komust fyrst yfir í stöðunni 23-25. Fyrri hálfleikur einkenndist mikið af klaufamistökum hjá báðum liðum en sniðskot í tugatali vildu ekki rata rétta leið en nýtingin var ekkki góð en hjá Njarðvík var 11/35 í tveggja og 1/10 í þriggja en hjá Val 10/44 og 1/3 í þriggja. Ljósi punkturinn í fyrri hálfleik var barátta Lele Hardy í fráköstum en hún tók 20 talsins ásamt að skila 8 stigum. Hjá Val var Hallveig Jónsdóttir með 8 stig og 4 fráköst.
 
Furðu vakti að erlendi leikmaður Vals byrjaði ekki inná og kom seint inn í leikinn en hún hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar í seinustu leikjum. Hálfleikstölur 28-30. Njarðvík byrjaði þriðja leikhluta betur og voru komnar yfir 47-41 en þá kom góður kafli hjá Val og þær náðu að jafna leikinn 47-47 þegar um tvær mínútur voru eftir af 3.leikhluta, en Njarðvík kláruðu leikhlutan með 5-0 kafla.
 
Njarðvík hafði yfirhöndina fyrstu 4-5 mín af 4. leikhluta og voru yfir 60-53 en þá stálu Valur boltanum og gerðu auðveldar körfur og minnkuðu muninn í 3 stig 60-57 þegar 5mín voru eftir og allt stefndi í jafnar og spennadi lokamínutur. Njarðvík komst svo í 62-57 en Valur stálu aftur boltanum í tvígang á miðjunni og fengu 4 stig á silfurfati. Og staðan 62-61. Valur komst yfir 64-66 með góðri körfu og víti að auki eftir lélega sókn þeirra Njarðvíkinga en sóknarleikur og skotaval á þessum tíma var ekki gott hjá þeim grænklæddu.
 
Njarðvík töpuðu mörgum boltum og þegar rétt um 2mín voru eftir tóku Njarðvík leikhlé og 4 stigum undir 64-68. En leikhléið var ekki nóg því Valsmenn voru sterkari undir lokin og lönduðu góðum sigri 66-71 en það sem vó mest var reynsluleysi hjá Njarðvíkurstelpum í lokin þar sem þær gáfu Valsstúlkum boltann hvað eftir annað. Hjá Njarðvík var Lele Hardy í yfirburða klassa með 25 stig 30 fráköst og 6 stolna en hjá Val áttu Kristrún og Unnur góðan dag.
 
 
Mynd/ skuli@karfan.is
Umfjöllun/ AMG