Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sundsvall og Norrköping höfðu bæði sigur á útivelli. Sundsvall lagði 08 Stockholm HR og Norrköping hafði betur gegn ecoÖrebro. Sundsvall hefur nú unnið sex deildarleiki í röð.

ecoÖrebro 65-82 Norrköping Dolphins
Pavel Ermolinski daðraði við þrennuna sem svo oft áður en í kvöld setti hann 10 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Norrköping var svo Oladapo Ayuba með 16 stig.
 
08 Stockholm HR 84-100 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson gerði 16 stig og tók 6 fráköst í liði Sundsvall og Hlynur Bæringsson bætti við 15 stigum og 11 fráköstum.
 
Staðan í sænsku úrvalsdeildinni
Nr Lag V/F Poäng
1. Borås Basket 9/2 18
2. Sundsvall Dragons 9/2 18
3. Södertälje Kings 7/3 14
4. Norrköping Dolphins 7/4 14
5. Uppsala Basket 7/3 14
6. Solna Vikings 6/5 12
7. 08 Stockholm HR 5/5 10
8. LF Basket 4/6 8
9. Stockholm Eagles 3/8 6
10. Jämtland Basket 3/8 6
11. ecoÖrebro 3/8 6
12. KFUM Nässjö 1/10 2
  
Mynd/ Pavel var nærri þrennunni í kvöld.