Úrslit Lengjubikarsins fara fram í Stykkishólmi en ein umferð er eftir í riðlakeppninni. Eitt lið í hverjum riðli kemst áfram í úrslit. Undanúrslitin fara fram föstudaginn 23. nóvember og sjálfur úrslitaleikurinn laugardaginn 24. nóvember.
 
Svona standa málin í riðlunum fyrir síðustu umferðina sem fer fram 18. og 19. nóvember.
 
A-riðill
Keflavík og Grindavík leika hreinan úrslitaleik um að komast áfram í keppninni. Keflavík vann fyrri leikinn 99-91 en þar sem bæði lið hafa nú 8 stig skiptir innbyrðisviðureignin ekki máli, bara hver vinnur þennan lokaleik. Haukar og Skallagrímur sitja eftir.
 
B-riðill
Með sigri kemst Snæfell upp úr riðlinum en þeir mæta KFÍ í síðasta leik. Ef Snæfell tapar og KR vinnur Hamar í síðasta leik kemst KR áfram þar sem þeir hafa betur innbyrðis gegn Snæfell. KFÍ og Hamar sitja eftir.
 
C-riðill
Stjarnan og Tindastóll leika úrslitaleik um að komast upp úr riðlinum. Tindastóll hefur enn ekki tapað í Lengjubikarnum og eru með 10 stig. Stjarnan fylgir fast á hæla þeirra með 8 stig og þurfa að vinna síðasta leikinn í Garðabæ með 16 stiga mun eða meira til að komast upp úr riðlinum. Breiðablik og Fjölnir stitja eftir.
 
D-riðill
Þór Þorlákshöfn er með 8 stig í riðlinum og dugir sigur gegn Njarðvík í síðasta leik til að komast upp úr riðlinum. Ef Þór tapar með 9 stigum eða meira nær Njarðvík innbyrðisviðureigninni á milli liðanna og kemst upp fyrir Þór. ÍR hefur hinsvegar betur innbyrðis gegn Njarðvík og mætir Val í síðasta leik. Ef ÍR vinnur og Njarðvík vinnur Þór með 9 stigum eða meira kemst ÍR upp úr riðlinum. Öllu jöfnu til að ÍR komist upp þarf Þór að tapa svo það verður forvitnilegt að fylgjast með leikjunum í D-riðli en Valsmenn sitja þó eftir.
 
Staðan
A-riðill
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Keflavík 5 4 1 8 502/411 100.4/82.2 3/0 1/1 104.7/75.0 94.0/93.0 4/1 4/1 +4 +3 +1 0/0
2. Grindavík 5 4 1 8 500/390 100.0/78.0 2/0 2/1 104.5/70.0 97.0/83.3 4/1 4/1 +2 +2 +1 0/0
3. Haukar 5 1 4 2 363/474 72.6/94.8 1/2 0/2 77.3/88.0 65.5/105.0 1/4 1/4 -2 -1 -2 1/0
4. Skallagrímur 5 1 4 2 413/503 82.6/100.6 1/1 0/3 94.0/103.0 75.0/99.0 1/4 1/4 -4 -1 -3 0/1
B-riðill
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Sti m/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. Snæfell