Einn leikur fór í dag fram í Domino´s deild kvenna þar sem KR skellti Snæfell í DHL Höllinni í vesturbænum. Lokatölur voru 93-67 KR í vil. Patechia Hartman gerði 28 stig í liði KR en Kieraah Marlow var með 24 í liði Hólmara.
 
KR-Snæfell 93-67 (18-13, 28-12, 24-18, 23-24)
 
KR: Patechia Hartman 28, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25, Helga Einarsdóttir 11/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Helga Hrund Friðriksdóttir 2, Salvör Ísberg 0, Perla Jóhannsdóttir 0, Rannveig Ólafsdóttir 0.
 
Snæfell: Kieraah Marlow 24, Hildur Björg Kjartansdóttir 17, Hildur Sigurðardóttir 7/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 7, Aníta Sæþórsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 1, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0.
 
Þá fór einn leikur fram í 1. deild karla þar sem Höttur landaði sigri gegn Augnablik. Lokatölur 71-76 Hetti í vil.
 
Augnablik-Höttur 71-76 (13-17, 16-22, 15-22, 27-15)
 
Augnablik: Leifur Steinn Árnason 20/7 fráköst, Þórólfur H. Þorsteinsson 18/6 fráköst/7 stoðsendingar, Arnar Pétursson 14, Sigurður Samik Davidsen 6/15 fráköst, Trausti Jóhannsson 4, Birkir Guðlaugsson 3, Jóel Sæmundsson 2, Davíð Þór Þorsteinsson 2, Helgi Hrafn Þorláksson 2/6 fráköst/7 stoðsendingar, Lúðvík Bjarnason 0, Hlynur Auðunsson 0, Kristján Theódór Friðriksson 0.
 
Höttur: Frisco Sandidge 23/24 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 13/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 10/4 fráköst, Viðar Örn Hafsteinsson 10/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 9/10 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/7 fráköst, Frosti Sigurdsson 4, Sigmar Hákonarson 0, Nökkvi Jarl Óskarsson 0, Einar Bjarni Hermannsson 0. 
 
Mynd úr safni eftir Björn Ingvarsson/ Patechia Hartman var stigahæst í liði KR í dag.