Ísfirðingar fengu skell í gær þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn í Domino´s deildinni. KFÍ lék þá án Chris Miller-Williams sem látinn var fara frá félaginu. Nú hafa nýliðarnir í úrvalsdeild ráðið annan mann í stað Miller-Williams en sá heitir Tyrone Bradshaw og skríður yfir tvo metrana.
 
Á heimasíðu KFÍ segir:
 
KFÍ er að fá liðsauka inn í teiginn. Þar er kominn Tyrone Bradshaw sem spilaði með University of Southern Indiana og spilaði síðast í Þýskalandi hjá Licher Basket Bear í B-deildinni þar sem hann var með 14.7 stig, tók 7.8 fráköst og varði 3 skot í leik.
 
Tyrone er 203 cm á hæð og er fín skytta alveg út fyrir bogann en honum finnst ekkert leiðinlegt að vera kringum körfuna og troða nokkrum vel völdum.
 
www.kfi.is