Good Angels Kosice unnu í kvöld 10 stiga sigur í meistaradeild Evrópu kvenna þegar Famila Schio mætti til Slóvakíu. Lokatölur voru 79-69 Good Angels í vil. Spilatími Helenu taldi aðeins átta mínútur að þessu sinni.
 
Helena nýtti tímann þó til hins ítrasta þar sem hún náði að gera tvö stig, taka tvö fráköst og gefa eina stoðsendingu. Eftir leikinn í kvöld eru Good Angels í 2.-3. sæti B-riðils meistaradeildarinnar með þrjá sigra og einn tapleik.