Í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna og eru tveir leikir af fjórum í umferðinn í beinni netútsendingu. Sport TV verður í Þorlákshöfn og mun sýna beint frá viðureign Þórs og KR í Domino´s deild karla en þetta er leikur sem var frestað á dögunum sökum veðurs.
 
 
Allir leikirnir í kvöld hefjast kl. 19:15. Eins og áður segir sýnir Sport TV frá viðureign Þórs og KR, Haukar-Njarðvík verða í beinni hjá Haukar TV og KR TV sýnir beint frá leik KR og Vals í DHL Höllinni. Viðureign Grindavíkur og Keflavíkur verður svo hægt að nálgast í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ.is sem og viðureign Fjölnis og Snæfells.