Bikardrátturinn var að klárast í þessum töluðu orðum. Bikarmeistarar Njarðvíkurkvenna hefja titilvörn sína gegn Valskonum á útivelli og ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki hefja titilvörn sína í DHL Höllinni gegn KR. Ríkjandi bikarmeistarar fá mæta því í úrvalsdeildarslag strax á upphafsskrefum bikarkeppninnar!
 
Dregið var í 16 liða úrslit í kvenna og 32 liða karla og eftirfarandi lið drógust saman.
 
16 liða úrslit kvenna. Leikið 17.-19. nóv
 
Stjarnan – Breiðablik
Haukar – Keflavík
Valur – Njarðvík
Snæfell – Fjölnir
Víkingur Ól. – Grindavík
 
Sitja hjá:
Hamar, Þór Ak. og KR
 
 
32. liða úrslit karla. Leikið 30. nóv-3. des
 
Leiknir – Grindavík
Keflavík B/ÍG – Njarðvík
Hamar – ÍA
Vængir Júpíters/Ármann – Fjölnir
Valur – Þór Ak.
Stjarnan B – Þór Þorl.
Mostri – Augnablik
KV/Haukar B – Víkingur Ól.
Stjarnan – Skallagrímur 
KR B – Breiðablik
KR – Keflavík
Fjölnir B/Laugdælir – KFÍ
Njarðvík B – ÍR
FSu – Haukar
Afturelding – Reynir Sandgerði
Tindastóll – Snæfell
 
Í forkeppninni í karlaflokki eru fjögur b-lið og tvö utandeildarlið. Forkeppnin fer á næstunni og þar mætast:
Fjölnir b – Laugdælir
KV – Haukar b
Vængir Júpíters – Ármann
Keflavík b – ÍG
 
Mynd/ nonni@karfan.is: Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, til hægri ásamt Gunnari Lár Gunnarssyni markaðsstjóra Powerade á Íslandi.