Þór Þorlákshöfn hefur ákveðið að senda Robert Diggs til síns heima og hafa samið við David Jackson. Nýji leikmaðurinn verður með Þór annað kvöld þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Icelandic Glacial Höllina í Þorlákshöfn.
 
Diggs var með 15,5 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik í deildinni en Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs sagði í snörpu samtali við Karfan.is að um fjölhæfan leikmann væri að ræða sem væri sterkur varnarmaður og karakter.
 
Jackson lék í Penn State háskólanum og útskrifaðist þaðan árið 2011. Hann lék í Portúgal á síðustu leiktíð og var þar með um 12 stig að meðaltali í leik.
 
Mynd/ Benedikt hefur fengið David Jackson til liðs við Þór í stað Robert Diggs.