Endrum og sinnum gerist það í Reykjanesbæ að fólk sækir vatnið yfir lækinn og nú er þannig búið að Svava Ósk Stefánsdóttir hefur gengið til liðs við Njarðvíkinga en Svava kemur af uppeldisfæribandi Keflavíkur og hefur bæði orðið Íslands- og bikarmeistari með félaginu.
 
Svava sem lék síðast með Keflavík leiktíðina 2009-2010 er nú komin aftur á parketið en á síðustu fjórum árum hefur hún eignast tvö börn. Njarðvíkingar fá þarna til liðs við sig reyndan leikmann en á dögunum sáu þeir á eftir einum slíkum þar sem Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lagði skóna á hilluna frægu fyrir skemmstu.