Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Sundsvall og Norrköping lönduðu góðum sigrum og eru þeir félagar Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson með Sundsvall á toppi deildarinnar.
 
Sundsvall 97-76 KFMU Nassjö
Hlynur gerði 12 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Jakob Örn bætti við 14 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hinn magnaði Alex Wesby var þeirra stigahæstur með 20 stig og 6 stoðsendingar.
 
Norrköping 87-77 LF Basket
Pavel Ermolinski gerði 11 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum á rúmum 33 mínútum.
 
Eins og fyrr greinir er Sundsvall á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki og Norrköping í 3. sæti með 12 stig.