Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson eru komnir á topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir nauman 82-85 útisigur gegn Solna Vikings í kvöld.
 
Hlynur Bæringsson landaði tvennu fyrir Drekana með 13 stig og 10 fráköst og Jakob Örn bætti við 15 stigum og 4 stoðsendingum en Alex Wesby var stigahæstur í sigurliðinu eð 26 stig.
 
 
Mynd úr safn/ Hlynur Bæringsson var með tvennu í lið Sundsvall í kvöld.