Það hefur ekki þurft neina ,,I am a Champion” ræðu á liðsmenn Tindastóls í kvöld þegar þeir mættu í Dalhúsin. Fyrir skemmtu fengu þeir flautukörfu í andlitið í Dalhúsum og nýttu því í kvöld tækifærið til að láta gróa um heilt og skelltu heimamönnum 79-102.
 
Tindastóll telfdi fram nýjum leikmanni í kvöld en sá heitir Drew Gibson og skoraði átta stig á rúmum 20 mínútum en kappinn er nýkominn til landsins. Árni Ragnarsson var ekki í Fjölnisliðinu í kvöld og þá voru Christopher Matthews og Jón Sverrisson ekki heldur á leikmannalista Dalhúsadrengja en allir fengu þeir hvíld í leiknum í kvöld.
 
Björn Ingvarsson leit við í Grafarvogi í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.