Botnlið Tindastóls mætir Snæfell í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15 og verða þar án þriggja stiga skyttunnar Friðriks Hreinssonar. Friðrik er að glíma við meiðsli í baki.
 
 
Stólarnir hafa tapað öllum fimm deildarleikjum sínum til þessa á meðan Snæfell er á toppi deildarinnar með 10 stig svo það verður á brattann að sækja hjá Skagfirðingum.