Blikar tóku á móti Hamarsmönnum í Smáranum í gær föstudag, í toppbaráttu 1. deildar karla. Blikarnir byrjuðu vel í byrjun leiks, spiluðu harða og aggresíva vörn og komu Hamarsmönnum á óvart, staðan 15-10 eftir fyrsta leikhluta Blikum í vil.
 
Annar leikhkuti var mun fjörugri, liðin spiluðu hraðari bolta, mikið var þó um klaufaleg minnibolta-mistök sem skýrir það kannski að staðan var 31-34 í hálfleik ís-mönnunum úr Hveragerði í vil.
 
Greg Rice erlendur leikmaður Blika var rólegur í fyrri hálfleik í gær, en í þriðja leikhluta vaknaði hann heldur betur og smellti niður 19 stigum, Hraunar bætti við tveimur þristum, þeir tveir leiddu Blika áfram, hjá Hamarsmönnum var jafnara stigaskor, leikurinn fór loksins í gang og staðan 58-55 heimamönnum í vil.
 
Spennan hélt áfram í 4. leikhluta, Blikar leiddu ævinlega með 3-6 stigum, Hamarsmenn börðust þó vel, ekki tilbúnir að gefast upp eins og þegar Eden brann, með baráttu, elju og lélegri vítanýtingu Blika tókst Hamarsmönnum að innbyrða 3. stiga sigur 81-78.
 
Blikar áttu síðasta skotið en það geigaði.
 
Atkvæðamestir hjá Breiðablik Greg 29 stig, Atli 15 stig og Þorsteinn Gunnlaugs 14 stig, 10 fráköst,
 
Hamar: Hollis 28 stig, 10 fráköst, Örn 20 stig og 12 fráköst, Þorsteinn Már 15 stig og Ragnar N 10 stig,6 fráköst
 
  
Mynd úr safni/ tomasz@karfan.is