Þá er það ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Lengjubikars karla þetta árið en Snæfell var rétt í þessu að leggja Grindavík að velli, 99-90, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins. Á morgun verða það svo Snæfell og Tindastóll sem leika til úrslita.
 
Jay Threatt gerði 30 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Snæfells en Aaron Broussard var með 22 stig og 14 fráköst hjá Grindavík. Nánar verður fjallað um leikinn á eftir.
 
Úrslitaleikurinn fer fram í Stykkishólmi kl. 16:00 og verður í beinni á Sport TV rétt eins og báðir leikir kvöldsins.