Jón Arnór og Haukur Helgi voru á ferðinni um helgina í ACB deildinni á Spáni. Jón og félagar í Zaragoza fögnuðu öruggum sigri gegn Blusens Monbus en Haukur og liðsfélagar hans í Manresa voru grátlega nærri sínum fyrsta sigri þegar Lagun Aro kom í heimsókn en framlengja varð viðureign liðanna.
 
CAI Zaragoza 76-58 Blusens Monbus
Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði Zaragoza og setti 9 stig í leiknum á tæpum 24 mínútum. Jón var einnig með tvær stoðsendingar. Stigahæstur í sigurliði Zaragoza var Michael Roll með 16 stig.
 
Assignia Manresa 88-89 Lagun Aro GBC
 Haukur Helgi Pálsson var ekki í byrjunarliði Manresa að þessu sinni en lék í tæpar 9 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig. Hann var einnig með eina stoðsendingu en stig Hauks komu úr þriggja stiga skoti. Stigahæstur í liði Manresa var Charles Ramsdell með 24 stig.
 
Svipmyndir úr leik Manresa og Lagun Aro
 
 
Svipmyndir úr leik Zaragoza og Blusens Monbus