Íslendingaliðin Norrköping og Sundsvall unnu góða sigra í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn föstudag. Bæði léku þau á heimavelli og nældu í dýrmæt stig. Norrköping lagði Jamtland og Sundsvall hafði nauman sigur á Södertalje Kings.
 
Norrköping 87-65 Jamtland
Pavel Ermolinski daðraði við þrennuna í leiknum með 8 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar en Pavel lék í rúmar 25 mínútur og var í byrjunarliðinu í leiknum.
 
Sundsvall 62-58 Södertalje Kings
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 15 stig fyrir Sundsvall og Hlynur Bæringsson bætti við 12 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum.
 
Eftir leikina á föstudag er Sundsvall í 2. sæti deildarinnar með 12 stig en Norrköping í 4. sæti með 10 stig.
  
Mynd úr safni/ Jakob Örn með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í Laugardalshöll síðastliðið sumar.