Valsmenn eru komnir einir á topp 1. deildar karla eftir 95-80 sigur á FSu í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið alla sex deildarleiki sína á tímabilinu og eru því með 12 stig eða fullt hús stiga.
 
Hamarsmenn eru einnig taplausir með fimm sigra í 1. deild en hafa leikið einum leik færri en Valur.
 
Chris Woods var ekkert að gantast í kvöld með 39 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í liði Vals. Birgir Björn Pétursson kom næstur Woods með 19 stig og 11 fráköst. Hjá FSu var Matthew Brunell með 29 stig og 10 fráköst og Ari Gylfason bætti við 16 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.
 
Nánari umfjöllun síðar.
 
Mynd/ Torfi Magnússon