Ragna Margrét Brynjarsdóttir fór úr lið á vísifingri hægri handar á æfingu hjá Val fyrr í vikunni.
Hún var að senda boltann og fór með hendina í annan leikmann þannig að fingurinn fór úr lið og húðin rifnaði upp.
 
“Svo veit ég ekki alveg hvað gerðist fyrr en ég gríp utan um fingurinn og finn að hann er úr lið, mér leið eins og puttinn hefði bara dottið af.”
 
“Ótrúlegt en satt þá voru fyrstu viðbrögð mín að kippa honum í liðinn, ég gerði það alveg hugsunarlaust.”
 
“Svo þegar ég fann fyrir blóðinu ákvað ég að kíkja ekki á fingurinn. Það var kannski ágætt, því Gústi þjálfari sagðist hafa horft inn í kjöt og fitu.”
 
Sagði Ragna Margrét aðspurð út í meiðslin.
 
Sauma þurfti 7 spor hálfan hringinn utan um fingurinn. Hún verður með saumanna í næstu 10 daga. Búist er við að hún geti verið með að fullu á æfingum eftir að saumarnir hafa verðir fjarlægðir.
 
Mynd/ nonni@karfan.is
K. Bergmann