Pavel Ermolinski og félagar í sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping Dolphins leika í Eurochallenge í kvöld. Norrköping tekur þá á móti Tampereen Pyrintö.
 
Norrköping hefur þegar leikið tvo leiki í keppninni, sá fyrsti tapaðist naumlega á útivelli gegn BK Ventspils 72-68 en í öðrum leik sínum í riðlinum lagði Norrköping landa sína í Södertalje Kings 64-62. Í fyrsta leiknum var Pavel með 2 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og í öðrum leiknum gegn Södertalje gerði hann 7 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
 
Staðan í C-riðli Eurochallenge
Team P W/L F/A Pts
1. BK VENTSPILS 3 3/0 243/222 6
2. SÖDERTÄLJE KINGS 3 1/2 216/214 4
3. NORRKÖPING DOLPHINS 2 1/1 132/134 3
4. TAMPEREEN PYRINTÖ 2 0/2 142/163 2