Pálína María Gunnlaugsdóttir er Domino´s leikmaður umferða 4-6 í Domino´s deild kvenna. Það voru, líkt og í umferðum 1-3, lesendur Karfan.is sem völdu Pálínu besta úr hópi samtals sjö leikmanna.
 
Pálína gerði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í síðasta leik gegn Valskonum þar sem Keflvíkingar lönduðu seiglusigri og styrktu ennfrekar stöðu sína á toppi deildarinnar. Pálína leiðir Keflvíkinga í stigaskori það sem af er vertíð Íslandsmótsins með 19,2 stig að meðaltali í leik.
 
Rúmlega 700 manns tóku þátt í könnuninni þar sem Pálína hlaut samtals 211 atkvæði. Hildur Björg Kjartansdóttir leikmaður Snæfells var í 2. sæti með 190 atkvæði og í 3. sæti með 154 atkvæði var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 153 atkvæði.
 
Pálína hlýtur að gjöf, sem Domino´s leikmaður umferða 4-6, úttekt hjá Dominos fyrir Sparitilboði A.
 
Nú og við virkjum þá að nýju könnunina þar sem við spyrjum:
Hvernig vilt þú hafa keppnisfyrirkomulagið í Domino´s deild karla?