Njarðvík og Valur mættust í kvöld í Lengjubikarnum. Leikurinn átti að fara fram á Hlíðarenda en vegna tvíbókunar á salnum þar var leikurinn færður yfir til Njarðvíkur.
 
Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt þar sem liðin skiptust á körfum fyrstu 6 mínutur leiksins en í stöðunni 11-11 fóru hlutirnir að breytast og Njarðvík tók öll völd á vellinum munurinn jókst með hverri mínutunni sem leið og þegar bjallan glumdi í hálfleik var staðan orðinn 63-37 og allt stefndi í öruggan sigur „heimamanna“.
 
Seinnihálfleikur var eins og sá fyrri Njarðvík stjórnuðu öllu sem gerðist á vellinum og munurinn jókst enn meira. Þegar 3.leikhluti endaði var staðan orðinn 100-47. Báðir þjálfarar skiptu mínutum vel á milli manna og fengu allir að koma við sögu í þessum leik. Valsmenn klóruðu aðeins í bakkan í lokin en lokaniðurstaðan 117-70.
 
Hjá Njarðvík komust allir á blað en framlagshæstir voru Nigel Moore með 26 og Óli Ragnar með 24 framlagsstig. En Njarðvík skilaði 143 framlagsstigum í kvöld.
 
Hjá Val var Chris Woods með 17 framlagsstig og 4aðrir leikmenn með 10 framlagsstig en Valur skilaði 71 slíku stigi í leiknum.
 
  
Umfjöllun/ AMS
Mynd/ Vf.is – Óli Ragnar Alexandersson gerði 16 stig og gaf 5 stoðsendingar í liði Njarðvíkinga í kvöld.