Barack Obama stendur svo sannarlega í ströngu þessa stundina. Flestir væntanlega vita það að kappinn sækist nú eftir því að halda áfram í áhrifamesta starfi heimsins, forsetaembætti Bandaríkjanna.  Obama fór snemma í dag að kjósa og hefur svo eytt megninu af deginum í sinni heimaborg, Chicago.  Fréttir herma svo að nú seinni partinn hafi kallinn ákveðið að dreifa huganum og skellt sér í körfubolta.  
 
Obama hefur alltaf verið mikill körfuboltaunnandi og heldur að sjálfsögðu með Chicago Bulls í NBA deildinni.