Fyrir skömmu opnaði hin glæsilega NBA-store loksins fyrir verslun og sendingar til Evrópu á vefnum www.nbastore.eu. Um er að ræða NBA-verslun NBA samsteypunnar og er hún staðsett í Bretlandi.
 
Þar með geta NBA-aðdáendur á Íslandi loksins pantað sér og látið senda körfuboltafatnað og dót úr því gríðarlega mikla úrvali sem í boði er til sín yrir veturinn. Sendingarkostnaður er tæpir $12 til Íslands en sé verslað fyrir rúmlega $80/66 Evrur er sent frítt. 
 
Þess má geta að þær verslanir sem selja NBA-búninga hér heima eru meðal annars Jói Útherji, Útilíf og Adidasbúðin í Kringlunni, en í mun takmarkaðri magni og úrvali en í boði er hinni raunverulegu NBA-búð.